Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur í dag lækkað lánshæfismatseinkunn Landsbankans, þ.e. fyrir langtímaskuldbindingar í Caa1 úr A2 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk í E úr C-. Einkunn vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans var einnig lækkuð í 'Not-Prime'. Horfur á öllum lánshæfiseinkunnum eru í athugun. Nánari rökstuðning Moody's má finna í fréttatilkynningu sem fylgir hér með. Frekari upplýsingar veitir Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs í s. 820-6340.
Moody's lækkar lánshæfismatseinkunn Landsbankans í Caa1/E/NP
| Quelle: Landsbanki Íslands hf.