Stjórn Samson eignarhaldsfélags ehf. óskaði í dag, 7. október 2008, eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að félaginu yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. Beiðnin var tekin fyrir kl: 15:00 og var félaginu veitt heimild til greiðslustöðvunar allt til þriðjudagsins 28. október 2008 klukkan 15:00. Var Gunnar Sturluson, hrl., Logos lögmannsþjónustu sf., skipaður aðstoðarmaður félagsins á greiðslustöðvunartímabilinu.