Reykjavík, 14 október 2008 Skilanefnd Glitnis banka hf. hefur með bréfi dags. 14. október 2008 farið þess á leit við OMX Nordic Exchange Iceland hf. að skráð hlutabréf Glitnis banka hf. verði tekin úr viðskiptum, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 110/2007 um Kauphallir. Til grundvallar beiðninni er vísað til inngrips Fjármálaeftirlitsins í rekstur bankans samkvæmt lögum nr. 125/2008 um sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði, sbr. auglýsingu Fjármálaeftirlitsins dagsetta 7. október 2008. Nánari upplýsingar veitir: Fjármálaeftirlitið í síma 525 -2700
Glitnir banki hf. óskar eftir því að hlutabréf bankans verði tekin úr viðskiptum
| Quelle: Glitnir banki hf.