Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. tilkynnir að áður boðuðum hluthafafundi sem halda átti þriðjudaginn 4. nóvember n.k. hefur verið frestað. Nýr hluthafafundur er boðaður þriðjudaginn 11. nóvember, kl. 17:00, í húsakynnum bankans að Borgartúni 26, 105 Reykjavík (6. hæð). Dagskrá: 1. Aðstæður á fjármálamarkaði, stefna og áherslur VBS. 2. Heimild til stjórnar til þess að víkja frá ákvæði í starfskjarastefnu. 3. Breyting á samþykktum: - Að heimilt verði að gefa út skuldabréf með breytirétti í hlutafé allt að fjárhæð krónur 3.000.000.000.- - Að stjórn hafi umboð til að ákvarða verð og kjör skuldabréfa ásamt gildistíma breytiréttar. 4. Að gildandi heimild til útgáfu nýrra hluta að fjárhæð allt að krónur 150.000.000 að nafnvirði falli niður. 5. Að heimild verði veitt til útgáfu nýrra hluta allt að krónur 300.000.000 að nafnvirði án forkaupsréttar. - Að stjórn hafi umboð til að ákvarða fjárhæð bréfanna, gengi og hvort greitt er með reiðufé eða í öðru formi. 6. Kosning stjórnar og varastjórnar. 7. Önnur mál, löglega upp borin. Framboðsfrestur til stjórnar og varastjórnar rennur út miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 16:00. Framboðum skal skilað á skrifstofu félagsins, Borgartúni 26 (6.hæð), 105 Reykjavík. Tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn geta hluthafar nálgast á skrifstofutíma frá klukkan 16:00, miðvikudaginn 5. nóvember. Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum og reglum um fjármálafyrirtæki skal í tilkynningu um framboð koma fram: nafn frambjóðanda, kennitala, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Enn fremur skal upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir við innganginn frá klukkan 16:30 á fundardegi. Virðingarfyllst, Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf.
- Frestun hluthafafundar VBS fjárfestingarbanka hf. og nýtt fundarboð
| Quelle: VBS Fjárfestingarbanki hf.