Félagið Rauðsól ehf. kaupir 365 miðla ehf. með reiðufjárgreiðslu n.k. þriðjudag að fjárhæð kr. 1.500 milljónir og yfirtöku skulda frá 365 hf. Markmið með þessari breytingu nú er að tryggja greiðslu skuldabréfaflokks sem er á gjalddaga 5. nóvember n.k. og tryggja þannig hagsmuni lánadrottna, hluthafa og starfsmanna betur en ella. Rauðsól ehf. býður öllum núverandi hluthöfum 365 hf. að taka þátt í tilboðinu, í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína í 365 hf., og verða nánari upplýsingar þess efnis sendar hluthöfum við fyrsta tækifæri. Nánari upplýsingar veitir Ari Edwald, í síma 512-5511 og Hildur Sverrisdóttir í síma 512-5519 eða hildurs@365.is
Rauðsól ehf. kaupir 365 miðla ehf.
| Quelle: Íslensk afþreying hf.