Kaupþing banki hf. ("bankinn") lagði þann 30. nóvember 2008 inn beiðni (e. voluntary petition) samkvæmt 15. kafla bandarísku gjaldþrotalaganna, í þeim tilgangi að fá greiðslustöðvun bankans, sem veitt var af Héraðsdómi Reykjavíkur, viðurkennda í Bandaríkjunum. Markmið beiðninnar er að vernda eignir bankans í Bandaríkjunum, en sú vernd er svipuð þeirri vernd sem greiðslustöðvun veitir á evrópska efnahagssvæðinu, samkvæmt ESB tilskipun 2001/24/EB um endurskipulagningu og slit lánastofnana, í þeim tilangi að hámarka verðmæti eigna og tryggja sanngjarna skiptingu verðmæta á milli kröfuhafa. Með ákvörðun dómstóls í Bandaríkjunum þann 1. desember var bankanum jafnframt veitt bráðabirgðavernd (e. provisional injunctive relief) samkvæmt bandarísku gjaldþrotalögunum.
- Kaupþing banki óskar eftir viðurkenningu á greiðslustöðvun í Bandaríkjunum
| Quelle: Kaupþing banki hf.