Kaup á hlutum í Exista hf.


BBR ehf., félag í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústs Guðmundssonar, hefur í dag
8. desember 2008 skráð sig fyrir 50.000.000.000 nýjum hlutum í Exista hf. Fyrir
viðskiptin átti Bakkabraedur Holding B.V., félag einnig í eigu Lýðs og Ágústs, 
6.407.905.675 hluti í Exista. Eftir viðskiptin eiga félög tengd Lýð og Ágústi
samtals 56.407.905.675 hluti í Exista, eða sem nemur 87,9% af heildarhlutafé
félagsins.