Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf.(Straumur) semur við Saga Capital Fjarfestingabanka hf. (Saga Capital) um viðskiptavaka með hlutabréf félagsins.



12. desember 2008

Straumur hefur samið við Saga Capital um viðskiptavaka með hlutabréf
í Straumi fyrir eigin reikning Saga Capital.

Samningurinn felur í sér að Saga Capital setur daglega fram kaup- og
sölutilboð í hlutabréf Straums í því skyni að markaðsverð skapist á
hlutabréfunum og verðmyndun verði skilvirk og gagnsæ. Tilboð eru sett
fram í viðskiptakerfi OMX Nordic Exchange á Íslandi, áður en markaður
er opnaður og skulu ekki gilda lengur en innan dagsins.

Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki kr. 1.000.000 að
nafnverði á kaup- og söluhlið, á gengi sem Saga Capital ákveður í
hvert skipti.

Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og
frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki meira en 2,0%.

Hámarksfjárhæð heildarviðskipta í Straumi sem viðskiptavaki
skuldbindur sig til að eiga viðskipti með dag hvern skal nema
kr.20.000.000 að nafnverði

Saga Capital hefur viðskiptavakann þann 15. desember 2008.

Í tilkynningu frá Straumi þann 5. desember síðastliðinn kom fram að
Straumur hefur einnig samið við Nýja Kaupþing banka hf.(Nýja
Kaupþing) um viðskiptavaka með hlutabréf í Straumi fyrir eigin
reikning Nýja Kaupþings.

Samkvæmt samningnum skuldbindur Nýja Kaupþing sig til að setja
daglega fram kaup- og sölutilboð í að lágmarki kr. 1.000.000 að
nafnverði í Straumi og skulu tilboð vera á því gengi sem Nýja
Kaupþing ákveður í hvert skipti.

Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og
frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki meira en 3,0%.

Hámarksfjöldi hluta sem Nýja Kaupþing skuldbindur sig, samkvæmt
samningnum, til að eiga viðskipti með dag hvern er 25.000.000 að
nafnvirði.

Nýja Kaupþing hóf viðskiptavaktina 11. desember s.l.

Nánari upplýsingar veitir;
Georg Andersen
Forstöðumaður Samskipta- og Markaðssviðs.
Sími: +354 858 6707
georg@straumur.com