Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. (Straumur) hefur gert viðskiptavakasamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. (Lánasjóðurinn)



21. desember 2008

Straumur hefur samið við Lánasjóðinn í tengslum við útgáfu
skuldabréfa sjóðsins og viðskiptavaka á OMX Nordic Exchange á
Íslandi.

Markmið samningsins er að viðhalda aðgengi Lánasjóðsins að lánsfé,
efla verðmyndun á skuldabréfunum og stuðla að auknum seljanleika
þeirra.

Í samningnum felst að Straumur er á eftirmarkaði (OMX Nordic Exchange
á Íslandi) skuldbundinn til að leggja fram kaup- og sölutilboð að
lágmarki 20 milljóna króna að nafnverði í skuldabréfaflokknum
LSS150224 og endurnýja þau innan 15 mínútna frá því að tilboðinu
hefur verið tekið. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða má vera 1,0%.

Ef Straumur hefur átt viðskipti á einum degi fyrir 100 milljónir
króna eða meira að nafnverði er Straumi heimilt að víkja frá
hámarksmun kaup- og sölutilboða.

Nánari upplýsingar veitir;
Georg Andersen
Forstöðumaður Samskipta-og Markaðssviðs.
Sími: +354 585 6707
georg@straumur.com