- Söluyfirlit 2. ársfjórðungs


Helstu atriði:

•	Sala nam 249,3 milljónum evra og dróst saman um 3,4% á fjórðungnum sem lauk
um áramótin 
•	Á samanburðargrundvelli (proforma) var samdráttur í sölu 1,9%. Sala á laxi
og öðrum fiski dróst saman um 0,2%, sala á foie gras og andaafurðum dróst saman
um 3,2%, sala á blini og smurréttum dróst saman um 4,7% og sala á rækjum og
skelfiski dróst saman um 3% 
•	Sala á reyktum laxi undir vörumerkjum fyrirtækisins var svipuð og í fyrra sem
var metár 
•	Sala á foie gras undir vörumerki Labeyrie dróst lítillega saman frá fyrra ári
eða um 2,7% 
•	Verð var hækkað á þeim matvælum sem seld eru undir vörumerkjum fyrirtækisins
og einnig á öllum tegundum af rækjum til að mæta hækkun á hráefnisverði 
•	Sala á ferskum laxi hélt áfram að vaxa í Bretlandi og jókst um fjórðung frá
því í fyrra. 
•	Veikara sterlingspund lækkar tekjur frá Bretlandi á fjórðungnum um 8,1
milljónir evra 
•	Áfram er búist við erfiðu efnahagsumhverfi

Xavier Govare, forstjóri Alfesca:

"Eins og búist var við hafði samdráttur í efnahagslífinu þau áhrif að neysla
dróst saman og afleiðingarnar má sjá í sölutölum Alfesca á öðrum ársfjórðungi
sem eru 3,4% lægri en á sama tíma í fyrra. En ef litið er framhjá áhrifum
veikingar breska pundsins og annarra óreglulegra liða hefur salan dregist saman
um 1,9% á samanburðargrundvelli. 

Þessi niðurstaða kemur í kjölfar dræmrar sölu í október og nóvember. Salan
fyrir jólin í desember var hins vegar góð sem bendir til þess að neytendur hafi
haldið í við sig þar til dró að hátíðunum. 

Við eigum von á að erfiðleikar í efnahagslífinu haldi áfram og hafi því einnig
áhrif á rekstrarniðurstöður þriðja og fjórða ársfjórðungs."

Anhänge

soluyfirlit 2. arsfjorungs - januar 2009.pdf