Í dag óskaði stjórn Stoða (FL Group) eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að heimild til greiðslustöðvunar félagsins verði framlengd. Helstu lánardrottnar Stoða höfðu áður lýst yfir stuðningi við framlengingu greiðslustöðvunar. Úrskurðar Héraðsdóms er að vænta innan sjö daga.