Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. veitir kauprétti



16. febrúar 2008

Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. ("Straumur" / "bankinn")
hefur veitt stjórnendum og starfsmönnum samstæðunnar kauprétti að
hlutabréfum í Straumi að nafnverði 650.000.000. Þar af var aðilum í
framkvæmdastjórn Straums veittur kaupréttur að hlutum að nafnvirði
samtals 296.000.000. Um markmið með kaupréttarkerfi bankans vísast
til Starfskjarastefnu Straums sem samþykkt var á aðalfundi bankans
15. apríl 2008. Tilhögun kaupréttanna er með eftirfarandi hætti:

Viðmiðunargengi:
Viðmiðunargengi kauprétta er ISK 1,67. Viðmiðunargengið er meðalgengi
síðustu tuttugu viðskiptadaga fyrir útgáfudag.

Útgáfudagur:
16.02.2009

Réttindaávinnsla:
Handhafar kauprétta ávinna sér réttindi Í þremur jöfnum áföngum
(1/3), þ.e. eftir fyrsta, annað og þriðja ár frá útgáfudegi og er
kaupréttur í gildi fram að lokum fimmta árs.

Gildistími:
Gildistími kauprétta er fimm ár. Kaupréttur fellur niður við
starfslok.

Nýting:
Áunninn kauprétt má nýta hvenær sem er á gildistímanum í samræmi við
áunnin réttindi, nema lög og reglur kveði á um tímabundin takmörk við
viðskiptum.

Tilkynning þessi er send út á grundvelli reglu 2.16 í Reglum fyrir
útgefendur fjármálagerninga, útgefnum af Nasdaq OMX Iceland ehf.

Nánari upplýsingar veitir:
Georg Andersen, forstöðumaður Samskipta- og markaðssviðs
Sími: 585 6707
Netfang: georg@straumur.com