Samkomulag hefur orðið um að Ingólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Byrs verðbréfa, láti af störfum hjá fyrirtækinu frá og með deginum í dag. Samkomulagið er gert í fullri sátt á milli aðila. Ingólfi eru þökkuð góð störf hjá Byr. Mjöll Flosadóttir sem er forstöðumaður innri endurskoðunar hjá Byr mun tímabundið stýra Byr verðbréfum og á sama tíma mun Björn Steinar Pálmason tímabundið stýra Innri endurskoðun Byrs.
Fréttatilkynning frá Byr sparisjóð - vegna starfsloka Ingólfs V. Guðmundssonar
| Quelle: Byr sparisjóður