Stjórn SPRON hefur ákveðið að stefna skuli að sameiningu dótturfélaga þess, Frjálsa Fjárfestingabankans og SPRON verðbréfa við móðurfélagið. Sameiningarnar eru liður í þeim skipulagsbreytingum sem unnið hefur verið að, að undanförnu en markmið þeirra er að SPRON verði betur í stakk búið til þess að mæta breyttu rekstrarumhverfi og ná fram þeirri hagræðingu sem nauðsynleg er við núverandi aðstæður. Unnið verður að sameiningu félaganna á næstu vikum og verða frekari upplýsingar veittar um leið og hægt er. Netbankinn verður áfram starfandi í óbreyttri mynd sem sjálfstætt dótturfélag. Frekari upplýsingar veitir: Guðmundur Hauksson forstjóri sími 550 1200 Valgeir M. Baldursson framkvæmdastjóri fjármálasviðs sími 550 1200