Landsvaki, rekstrarfélag verðbréf- og fjárfestingasjóða Landsbankans , vill taka fram að yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi - Burðarás Fjárfestingarbanka mun ekki hafa áhrif til gengislækkunar á neinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum rekstrarfélagsins öðrum en Úrvalsbréfum Landsbankans. Yfirtakan hefur áhrif á til lækkunar á gengi Úrvalsbréfa en hlutabréf Straums námu u.þ.b. 10% af sjóðnum. Gengi sjóðsins hefur nú þegar verið lækkað sem nemur hlutabréfeign hans í Straumi.
- Tilkynning vegna yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Straumi - Burðarás
| Quelle: Landsvaki