9. mars 2009 Þrátt fyrir sterkt eiginfjárhlutfall og það að bankanum hafi tekist að semja við lánadrottna sína um framlengingu lána, er fyrirséð að vegna bágrar lausafjárstöðu getur Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. (Straumur) ekki haldið áfram reglulegri starfsemi. Fjármálaeftirlitið hefur þess vegna tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Straums og vikið félagsstjórn í heild sinni frá störfum, ásamt því að skipa bankanum skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins frá og með deginum í dag. Skilanefndin skal fara með öll málefni Straums, hafa umsjón með allri meðferð eigna bankans og annast rekstur hans. Vegna þessa er bankinn lokaður. Samkvæmt yfirlýsingu Ríkisstjórnar Íslands frá 6. október 2008 eru innistæður í íslenskum viðskiptabönkum tryggðar að fullu. Straumur hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki og er aðili að Tryggingarsjóði innistæðueigenda og fjárfesta. Í framhaldi af þessu hefur William Fall forstjóri Straums ákveðið að segja af sér sem forstjóri Straums og tekur uppsögn hans gildi nú þegar. Nánari upplýsingar veitir: Georg Andersen Forstöðumaður Samskiptasviðs Sími: +354 585 6707 georg@straumur.com Fjármálaeftirlitið Sími: +354 525 2700 Bréfsími: +354 525 2727 fme@fme.is
Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins varðandi málefni Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf.
| Quelle: Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf.