Straumur selur hlut sinn í Wood & Company



16 mars 2009

Eigendur Wood & Company Financial Services (Wood) hafa nýtt sér
forkaupsrétt sinn á hlutum í Wood og keypt 50% hlut Straums-Burðaráss
fjárfestingabanka hf. (Straumur) í félaginu. Frá og með deginum í dag
hafa eigendurnir því tekið yfir alla stjórn á Wood.

Umsamið kaupverð er 10 milljónir evra, en auk þessa greiða kaupendur
30% af hagnaði Wood næstu tvö ár, en þó ekki hærri upphæð en sem
nemur 5 milljónum evra. Samtímis falla eigendur Wood frá sölurétti á
hlutum í Wood til Straums, er losar Straum undan mögulegri
skuldbindingu að verðmæti 50 milljón evra.

Nánari upplýsingar:
Straumur-Burðarás fjárfestingabanki
S: +354 585 6600
info@straumur.com