Fjármálaeftirlitið tekur yfir starfsemi SPRON og hlutabréf félagsins tekin úr viðskiptum


Þann 21. mars síðastliðinn tók Fjármálaeftirlitið yfir valdheimildir
hluthafafundar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og vék stjórninni frá þegar
í stað. Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd sem skal fara með öll
málefni SPRON, þar á meðal að hafa umsjón með allri meðferð eigna SPRON. Þá
hefur FME tekið ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda SPRON. Nýi Kaupþing banki
hf. mun yfirtaka skuldbindingar bankans samkvæmt nánari lýsingu. 

Eftirtaldir aðilar hafa verið skipaðir í skilanefnd SPRON:
Hlynur Jónsson, hdl. , formaður
Davíð Arnar Einarsson, löggiltur endurskoðandi
Feldís Lilja Óskarsdóttir, hdl.
Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi
Jóhann Pétursson, hdl.

Guðmundur Hauksson forstjóri hefur einnig látið af störfum og hefur Ólafur
Haraldsson tekið yfir starfsskyldur hans í umboði skilanefndar. 

Skilanefnd óskaði í framhaldinu eftir töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum
NASDAQ OMX Iceland hf. sem hefur  samþykkt beiðnina og voru hlutabréfin tekin
úr viðskiptum þann 23. mars 2009.