Þann 9. mars s.l. skipaði Fjármálaeftirlitið skilanefnd yfir Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf. (Straumur/bankinn). Þann 19. mars veitti Héraðsdómur Reykjavíkur bankanum heimild til greiðslustöðvunar, heimildin gildir til 11. júní n.k. Straumur leitar nú leiða til að koma nýrri skipan á fjármál félagsins og á í viðræðum við lánveitendur um framtíð þess. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um flutning innlána Straums til Íslandsbanka hf. fól í sér að Straumur gaf út veðskuldabréf til Íslandsbanka hf. sem endurgjald fyrir hinar yfirteknu innlánsskuldbindingar. Meðfylgjandi er kynning á stöðu félagsins sem kynnt verður lánveitendum Straums. Rétt er að taka fram að umrædd kynning er ekki á vegum aðstoðarmanns bankans í greiðslustöðvun og ekki er um endurskoðaðan reikning eða afkomutölur að ræða. Nánari upplýsingar veitir: Georg Andersen Forstöðumaður Samskiptasviðs S: +354 585 6707 georg@straumur.com www.straumur.com