Landic Property hf. og nokkur dótturfélög í Danmörku sækja um greiðslustöðvun - Greiðslustöðvunin hefur engin áhrif á rekstur dótturfélaga sem eiga og reka fasteignir félagsins á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi Stjórn Landic Property hf. hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að félaginu verði veitt heimild til greiðslustöðvunar. Jafnframt sóttu í dag nokkur dótturfélög Landic Property í Danmörku um greiðslustöðvun fyrir dómstólum í Kaupmannahöfn. Starfsemi dótturfélaga Landic Property sem eiga og reka fasteignasöfn samstæðunnar í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi er óbreytt. Leigutakar félagsins verða ekki fyrir áhrifum vegna greiðslustöðvanna. Með greiðslustöðvun umræddra félaga er gætt jafnræðis meðal kröfuhafa Landic Property á meðan lokið er við endurskipulagningu félagsins og gengið frá samningi um sölu á eignasöfnum Landic Property í Danmörku og Svíþjóð. Á Íslandi gildir greiðslustöðvunin einungis fyrir móðurfélagið, Landic Property hf., en ekki íslensk dótturfélög. Í Danmörku hafa eftirtalin dótturfélög Landic Property sótt um greiðslustöðvun: Landic Property A/S, Keops Development A/S, Landic Investment A/S og Keops Bolig A/S auk nokkurra félaga sem stofnuð voru um einstök þróunarverkefni félagsins. Lista yfir félög sem eru í greiðslustöðvun í Danmörku má finna á heimasíðu félagsins. Dótturfélög Landic Property sem eiga og reka fasteignir félagsins í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi eru ekki í greiðslustöðvun og gildir greiðslustöðvunin m.a. ekki um eftirtalin dótturfélög: Landic Property Denmark A/S (áður Atlas), Landic Property Denmark II A/S (Magasin/Illum fasteignirnar), Landic Property Sverige AB, Landic Property Finland Oy, Landic Property Bonds I A/S (SAS-fasteignasafnið), Landic Property Bonds VI (Svergie) A/S, Landic Property Bonds VII (Stokkhólm) A/S, Landic Property Bonds VIII (Svergie II)A/S, og Landic InvestorService A/S, Landic Ísland ehf., Langastétt ehf., Landsafl ehf., Landic Property Ísland ehf., Austurstræti 14 ehf., FS6 ehf. og Líf fasteignir ehf. Frekari upplýsingar veitir: Viðar Þorkelsson forstjóri Landic Property hf. Sími 669 4444 E-mail: vth@landicproperty.com
Landic Property hf. og nokkur dótturfélög í Danmörku sækja um greiðslustöðvun
| Quelle: Landic Property hf.