Exista mun ekki birta ársreikning félagsins fyrir árið 2008 í viku 18 eins og áður hafði verið tilkynnt. Í því sambandi vísar félagið til 2. mgr. 56. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, sem kveður á um að útgefendur skuldabréfa séu undanþegnir ákvæðum VII. kafla laganna um reglulegar upplýsingar útgefanda, ef eingöngu skuldabréf útgefanda hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og nafnverð eininga skuldabréfanna er að minnsta kosti 4,6 milljónir króna.
Ársreikningur 2008 ekki birtur í viku 18
| Quelle: Exista hf.