Straumur frestar birtingu ársreiknings



4. maí 2009

Þann 19. mars s.l. veitti Héraðsdómur Reykjavíkur Straumi-Burðarási
fjárfestingabanka hf. (Straumur) heimild til greiðslustöðvunar sem
gildir til 11. júní n.k., sbr. tilkynningu frá Straumi þann 19. mars.
Endurskipulagning Straums stendur nú yfir og hefur framkvæmdastjórn
bankans fundað með lánveitendum í þeim tilgangi að endurskipuleggja
rekstur félagsins og koma nýrri skipan á fjármál þess, sbr.
tilkynningar frá Straumi 30. mars og 17. apríl s.l.
Vegna stöðu félagsins hefur Fjármálaeftirlitið (FME) veitt Straumi
frest til að skila ársreikningi fyrir árið 2008 til loka maí mánaðar.

Nánari upplýsingar veitir:
Georg Andersen
Forstöðumaður Samskiptasviðs
S:+354 585 6707
georg@straumur.com