- Ársreikningur 2008


Stjórn Landsvaka hf., sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði
Landsbankans, hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2008. Í lok
ársins 2008 annaðist Landsvaki hf. rekstur 26 sjóða um sameiginega fjárfestingu
samanborið við 29 sjóði í árslok 2007 en á árinu voru stofnaðir 2 nýjir sjóðir
og 5 sjóðum var slitið. Í árslok nam heildarstærð sjóða í rekstri Landsvaka
75,5 milljörðum króna samanborið við 251,4 milljarða í árslok 2007. 

Lykiltölur í þúsundum króna: Sjá viðhengi.

•  Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur
   ársreikning   rekstrarfélagsins og B-hluta sem inniheldur ársreikning
   verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða. Þessi framsetning á
   reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga
   verðbréfasjóða sem settar voru af Fjármálaeftirlitinu. 

•  Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af PricewaterhouseCoopers sem
   telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á
   árinu 2008, efnahag þess 31. desember 2008 og breytingu á handbæru fé og
   hreinni eign sjóðanna á árinu 2008, í samræmi við lög og settar
   reikningsskilareglur. 


Þær aðstæður sem sköpuðust á íslenskum fjármálamarkaðia við fall bankanna í
byrjun október 2008 höfðu mikil áhrif á rekstrarumhverfi félagsins og ollu
mikilli rýrnun á eignum einstakra sjóða í rekstri Landsvaka. 

Tap varð á rekstri félagsins á árinu að fjárhæð 274 milljónir króna samkvæmt
rekstrarreikningi félagsins. Eigið fé Landsvaka í árslok nam 142 milljónum
króna samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er
samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 21,5% en þetta hlutfall má ekki vera
lægra en 8,0% samkvæmt lögum. 

Landsvaki hf. var samskattaður með Landsbanka Íslands hf. við álagningu
þinggjalda á árinu 2008. Samkvæmt lögum um tekjukskatt bera samsköttuð félög
sameiginlega ábyrgð á álögðum tekjuskatti. Í þessu fólst að ábyrgð Landsvaka
hf. vegna álagningar gat orðið allt að 4,6 milljarðar króna. Félagið hefur
verið í viðræðum við skattayfirvöld vegna málsins og hefur náðst samkomulag um
að félagið inni af hendi greiðslu sem nemur 460 milljónum króna og losni
jafnframt undan frekari skuldbindingum vegna ábyrgðarinnar. Sú greiðsla hefur
þegar verið innt af hendi og færð til gjalda í rekstrarreikningi félagsins
fyrir árið 2008. Í framhaldinu hefur embætti Tollstjóra staðfest að Landsvaki
hf. beri ekki frekari ábyrgð á greiðslu vegna þessa. Jafnframt hefur NBI hf.
samþykkt að leggja félaginu til nýtt eigið fé að fjárhæð 150 milljónum króna
til að tryggja að félagið uppfylli áfram ákvæði laga um eigið fé
fjármálafyrirtækja. Hefur jafnframt verið tekið tillit til þeirrar
hlutafjáraukningar í ársreikningi félagsins fyrir árið 2008. 

Nánari upplýsingar um ársreikning Landsvaka hf. veitir Tryggvi Tryggvason,
framkvæmdastjóri Landsvaka í síma 410 7209.

Anhänge

landsvaki arsreikningur 2008.pdf lykiltolur 2008.pdf