Þann 11. apríl 2009 gerði BBR ehf. hluthöfum í Exista hf. tilboð í hluti þeirra í félaginu og rann tilboðið út 8. maí 2009 kl. 16:00. Yfirtökutilboðið var gert í samræmi við X. og XI. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, þar sem kveðið er á um að hluthafar með a.m.k. 40% hlutafjár í félagi beri að gera öðrum hluthöfum tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. BBR ehf. eignaðist yfir 40% í Exista í kjölfar hlutafjárhækkunar í desember 2008. Alls tóku tilboðinu hluthafar sem áttu samtals 7.370.176.028 hluti í Exista hf. eða sem nemur 11,5% hlutafjár í félaginu. Eignarhlutur BBR ehf. nam 77,9% fyrir tilboðið en nemur nú að tilboðstíma liðnum 89,4% af heildarhlutafé Exista hf. Hluthafar sem tóku tilboðinu fá greitt með reiðufé og fer greiðslan fram eigi síðar en þann 15. maí 2009 í samræmi við skilmála tilboðsins.
Niðurstöður yfirtökutilboðs BBR ehf. til hlutahafa í Exista hf.
| Quelle: Exista hf.