Frá 9. desember 2008 hefur félagið tilkynnt að það eigi í viðræðum við skuldabréfaeigendur í þeim tilgangi að framlengja gjalddaga á skuldabréfum félagsins sem skráð eru í Kauphöllinni, NASDAQ OMX Iceland. Félagið á í viðræðum við stærstu skuldabréfaeigendur varðandi framlengingu bréfanna. Félagið mun hins vegar ekki geta staðið skil á skuldabréfaflokki BAKK 03 1 sem er á gjalddaga í dag, 15. maí. Stjórn félagsins er hins vegar fullviss um að viðræðurnar muni skila árangri og að gjalddagi skuldabréfanna fáist framlengdur. Félagið mun upplýsa um gang viðræðna eins og kostur er. Félagið tilkynnti 31. mars að það hefði tryggt fjármögnun allra rekstrarfélaga samstæðunnar til næstu þriggja ára eða fram til 30. mars 2012. Þessir samningar tryggja félaginu fullnægjandi rekstrarfjármögnun á tímabilinu og sýna jafnframt tiltrú og stuðning lánveitenda við starfsemi Bakkavarar. Tengiliðir: Ísland: Fjárfestatengsl Snorri Guðmundsson Bakkavör Group hf Sími: 550 9710 Netfang: investor.relations@bakkavor.com Utan Íslands: Fiona Tooley Citigate Dewe Rogerson Sími: +44 (0) 7785 703523/ +44 (0)121 455 8370 Netfang: fiona.tooley@citigatedr.co.uk