Straumur selur dótturfyrirtæki sitt í Finnlandi


15. maí 2009

Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. (Straumur) hefur selt finnska
bankann eQ Bank. Söluverðið nemur ríflega 37 milljónum evra.
Kaupandinn er Nordnet Group AB sem er sænskt eignastýringarfyrirtæki,
skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi. Salan er háð samþykki
fjármálaeftirlita í Finnlandi og Svíþjóð.

Viðskiptin eiga sér stað að undangengnu ríflega tveggja mánaða
uppboðsferli sem hafði það að markmiði að hámarka söluandvirði
eignarinnar. Lögð var áhersla á að tryggja gagnsæi og jafnfræði meðal
bjóðenda og var hæsta tilboði tekið.

HLP Corporate Finance, finnskt ráðgjafafyrirtæki, hafði umsjón með
söluferlinu fyrir Straum en Roschier veitti lögfræðiráðgjöf.

Nánari upplýsingar veitir;
Georg Andersen - Forstöðumaður Samskiptasviðs
Sími: 585 6707
georg@straumur.com