Bakkavör Group mun birta niðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2009 miðvikudaginn 20. maí nk.. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn 20. maí kl. 9:00 í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík. Á fundinum munu Ágúst Guðmundsson, forstjóri, og Richard Howes, fjármálastjóri, skýra uppgjörið og svara fyrirspurnum. Kynningarefni vegna fundarins verður hægt að nálgast að honum loknum á heimasíðu félagsins, www.bakkavor.com, og á heimasíðu Nasdaq OMX Nordic Exchange á Íslandi, www.nasdaqomxnordic.com.
Kynningarfundur vegna uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2009 miðvikudaginn 20. maí nk.
| Quelle: Bakkavör Group hf.