Hluthafafundur Landic Property hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins, Kringlunni 4-12 í Reykjavík, mánudaginn 29. júní 2009 n.k. og hefst kl. 11:00. Dagskrá: 1. Breytingar á samþykktum félagsins en tillögur stjórnar eru helstar: a. Tillaga um lækkun hlutafjár félagsins að fullu og hækkun upp í lögbundið lágmark. b. Tillaga um að breyta heimild stjórnar til að gefa út nýtt hlutafé. c. Tillaga um breytingu á boðun hluthafafunda. d. Tillaga um að aðalfund skuli halda fyrir lok ágústmánaðar ár hvert. 2. Stjórnarkjör 3. Önnur mál Framangreindar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins til frekari kynningar fyrir hluthafa. Stjórn Landic Property hf.
Hluthafafundur Landic Property verður haldinn mánudaginn 29. júní 2009
| Quelle: Landic Property hf.