15. júní 2009 voru eftirfarandi samningar undirritaðir: 1. Samkomulag um yfirtöku hlutdeildarskírteina (“Unit Share Acquisition Agreement”) milli Landsvaka hf. (kt. 700594-2549), Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík og meðal annarra The Aurora Fund LP (skráningarnúmer SL007100), skoskt hlutafélag með aðalstarfsstöð sína að 80 George Street, Edinburgh EH2 3BU, Bretlandi („kaupandinn”). Í kjölfarið samþykkti kaupandinn m.a. að yfirtaka, á verðinu 1 ISK, öll hlutdeildarskírteini Landsvaka hf. í Landsbanki Private Equity Fund 1 (kt. 680405-9720), fagfjárfestasjóði sbr. 4. gr. laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík, (hér eftir „sjóðurinn”); og 2. Samkomulag milli sjóðsins og kaupandans meðal annarra, um yfirtöku eigna (“Asset Acquisition Agreement”), sem felur m.a. í sér að kaupandinn samþykkir að yfirtaka allar undirliggjandi fjárfestingar og Evrureikning sjóðsins. Ákvæðum samkomulagsins um yfirtöku hlutdeildarskírteina (“Unit Share Acquisition Agreement”) verður því aðeins fullnægt að þau skilyrði sem þar koma fram verði uppfyllt, eða að kaupandinn falli frá skilyrðum þessum í síðasta lagi á því tímamarki sem tilgreint er í samkomulaginu. Ákvæðum samkomulags um yfirtöku eigna (“Asset Acquisition Agreement”) verður því aðeins fullnægt að ákvæðum samkomulags um yfirtöku hlutdeildarskírteina, sbr. hér að framan, hafi þá þegar verið fullnægt. Umsamið kaupverð í samkomulaginu um yfirtöku eigna (“Asset Acquisition Agreement”) er háð ákvæðum þess og því að kaupandinn geri ekki kröfu vegna endurkaupa útistandandi skuldabréfaflokka, þ.e. LPE 1 C skuldabréfa (ISIN number IS0000012938) og LPE 1 D skuldabréfa (ISIN Number IS0000012920), sem útgefin eru af sjóðnum. Nánari upplýsingar veita: Fabio C. Quaradeghini Sjóðsstjóri Landsvaki hf. Hafnarstræti 5 155 Reykjavík Sími: (+354) 410 7178 Farsími: (+354) 821 2021 Fax: (+354) 410 3004 Tölvupóstur: Fabio.Quaradeghini@landsvaki.is Hlynur Hreinsson Fagfjárfesta tengsl Verðbréfamiðlun - fagfjárfestar NBI hf. Hafnarstræti 5 155 Reykjavík Sími: (+354) 410 7156 Farsími: (+354) 860 5530 Fax: (+354) 410 3006 Tölvupóstur: hlynurh@landsbankinn.is
- Samkomulag um sölu hlutdeildarskírteina og yfirtöku eigna Landsbanki Private Equity I undirritað
| Quelle: Landsvaki