Undanfarna mánuði hafa átt sér stað viðræður um möguleika á fjárhagslegri endurskipulagningu Atorku Group. Sérfræðingar hafa lagt mat á virði eignasafns Atorku og líklega þróun verðmætis þess á næstu árum. Niðurstöður þeirra staðfesta að skynsamlegt sé að vinna áfram að því að hámarka virði eigna Atorku á næstu árum. Fyrir liggur hins vegar að eigið fé félagsins telst neikvætt. Hafa lánardrottnar félagsins því gert kröfu um að hlutafé núverandi hluthafa verði fært niður, samhliða yfirtöku á félaginu á grundvelli nauðasamninga. Nánari uppl. veitir Garðar Gíslason, lögmaður Atorku í s. 896-2668