Bakkavör Group mun nú birta afkomu fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2009 fimmtudaginn 27. ágúst nk. Kynningarfundur fimmtudaginn 27. ágúst Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn sama dag kl. 10:00 í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík. Á fundinum munu Ágúst Guðmundsson, forstjóri, og Richard Howes, fjármálastjóri, skýra uppgjörið og svara fyrirspurnum. Kynningarefni vegna fundarins verður hægt að nálgast að honum loknum á heimasíðu félagsins, www.bakkavor.com
Bakkavör Group birtir sex mánaða uppgjör félagsins fimmtudaginn 27. ágúst nk.
| Quelle: Bakkavör Group hf.