Sigrún Helgadóttir hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VBS fjárfestingarbanka hf. í framhaldi af ráðningu hennar sem framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Varamaður hennar, Frank Pitt, tekur sæti í stjórninni í hennar stað. Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. þakkar Sigrúnu vel unnin störf og ánægjulegt samtarf og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
- Breytingar á stjórn VBS fjárfestingarbanka hf.
| Quelle: VBS Fjárfestingarbanki hf.