- Niðurstöður aðalfundar Exista haldinn 26. ágúst 2009


Aðalfundur Exista hf. var haldinn í dag 26. ágúst 2009. Fyrir fundinn voru
lagðar fram tillögur um breytingar á 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 15. gr.
samþykkta félagsins. Tillaga um breytingu á 1. mgr. 4. gr. var dregin til baka
en breyting á 1. mgr. 15. gr. var samþykkt samhljóða. Aðalfundur Exista hf.
samþykkti samhljóða kröfu hluthafa sem lögð var fram á fundinum á grundvelli 3.
mgr. 84. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög að fresta staðfestingu ársreiknings
fyrir síðastliðið reikningsár og ákvörðun um hvernig farið skuli með tap
félagsins fyrir síðastliðið reikningsár til framhaldsaðalfundar sem haldinn
verður 19. október 2009, kl. 10:00 að Ármúla 3, Reykjavík. 

Nýjar samþykktir Exista hf. ásamt ræðu formanns stjórnar Exista hf., Lýðs
Guðmundssonar, er að finna í viðhengi.

Anhänge

samykktir exista hf 26. agust 2009.pdf aalfundur exista 2009 - ra stjornarformanns.pdf