Afkoma ICEQ verðbréfasjóðs á tímabilinu 1. janúar-30. júní 2009 Framsetning árshlutareiknings ICEQ verðbréfasjóðs er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu. • Tap varð af rekstri sjóðsins á tímabilinu að fjárhæð 15 m.kr. samkvæmt rekstrarreikningi og er tapið fært til lækkunar á hlutdeildarskírteinum ICEQ verðbréfasjóðs. • Hrein eign sjóðsins nam í lok júní 53 m.kr. skv. efnahagsreikningi. • Árshlutareikningurinn var kannaður af KPMG hf. sem telur að við könnun sína hafi ekkert komið fram sem bendir til annars en að árshlutareikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á tímabilinu, fjárhagsstöðu hans 30. júní 2009 og breytingu á hreinni eign á tímabilinu, í samræmi við lög um ársreikninga. Í könnunaráritun óháðs endurskoðanda er ábending, þar sem vakin er athygli á skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra og skýringu 6, þar sem greint er frá mati á verðbréfum. Eigið fé Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., sem er rekstrarfélag ICEQ verðbréfasjóðs, nam þann 30. júní 2009 1.252 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, er 20,9%, en samkvæmt lögunum má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%. Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. er dótturfélag Nýja Kaupþings banka hf. og hluti af samstæðureikningi bankans og dótturfélaga hans. Hægt verður að nálgast árshlutareikning sjóðsins frá og með deginum í dag hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf., Borgartúni 19, Reykjavík. Nánari upplýsingar um árshlutareikning ICEQ verðbréfasjóðs veitir Sigþór Jónsson sjóðstjóri í síma 444 6954.
- 6 mánaða uppgjör 2009
| Quelle: Stefnir hf.