Hluthafafundur Hf. Eimskipafélags Íslands


Hluthafafundur Hf. Eimskipafélags Íslands. 
8. september 2009

Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að boða til hluthafafundar og
verður haldinn þriðjudaginn 8. september 2009 í á skrifstofum félagsins að
Korngörðum 2 Reykjavík og hefst fundurinn kl.9:00. 


Á dagskrá fundarins verður:

1.	Tillaga stjórnar um breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins þess efnis að
nafni þess verði breytt. 
2.	Staðfesting á samningum vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. 

Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins
hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir fundinn. 

Fundargögn verða afhent á fundardag frá kl. 8.30 á fundarstað.
 
Reykjavík 31. ágúst 2009.

Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands.