Í Morgunblaðinu í dag, 8. október 2009, er greint frá því að bréf í Kaupþingi hafi numið 32,3% í peningamarkaðssjóði Landsbankans við lokun sjóðsins þann 6. október 2008 og að sjóðnum hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að fjárfesta meira en 10% í einum útgefanda. Landsvaki hf. vill benda á að Peningabréf Landsbankans var fjárfestingarsjóður samkvæmt lögum um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði nr. 30/2003. Í 54. gr. lagana er fjallað um fjárfestingarheimildir fjárfestingarsjóða: „Fjárfestingarsjóðum er heimilt að binda allt að 20% af eignum sínum í verðbréfum og peningamarkaðsskjölum útgefnum af sama útgefanda. Þó er heimilt að binda allt að 35% af eignum sjóðs í skráðum verðbréfum í kauphöll og peningamarkaðsskjölum útgefnum af sama útgefanda enda sé fjárfesting yfir 20% aðeins í einum útgefanda“. Ekki var því um brot á lögum um fjárfestingarheimildir að ræða eins og haldið er fram í fréttinni. Í dómi héraðsdóms sem kveðinn var upp 7. október 2009 kemur jafnframt fram að fjárfestingar sjóðsins hafi verið innan þess ramma sem kveðið er á um í reglum sjóðsins.
- Yfirlýsing frá Landsvaka vegna fréttar í Morgunblaðinu 8. október 2009.
| Quelle: Landsvaki