Matsfyrirtækið Moody's hefur gefið Orkuveitu Reykjavíkur lánshæfiseinkunnina Ba1 og horfur eru taldar stöðugar. Fyrri einkunn OR var Baa1 með neikvæðum horfum. Helsta ástæða breytingar á einkunninni er, að því er fram kemur í frétt Moody's, lækkun á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, sem endurspeglar viðvarandi fjárhagslega erfiðleika í kjölfar efnahagshrunsins. Breytt einkunn hefur engin áhrif á kjör gildandi lánasamninga Orkuveitu Reykjavíkur. Frétt Moody's er í viðhengi.