Fjármögnun Smáralindar


Eins og fram kom í ársreikningi félagsins fyrir árið 2008, sem birtur var þann
20. apríl 2009, hefur Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. („Smáralind“) átt í
viðræðum við lánveitendur um endurfjármögnun félagsins. Sem liður í þeim
viðræðum hefur Smáralind náð samkomulagi við skuldabréfaeigendur félagsins um
eftirfarandi breytingar á skilmálum skuldabréfa félagsins útgefnum árið 2001
(SMLI 01 1): 

•  Í lok 1. mgr. 4. gr. „Interest“ skal eftirfarandi setning bætast við: 

„Notwithstanding the foregoing, in respect of the period from 10 June 2009 to
10 June 2011, the Interests on each bond shall be calculated at the rate of 7,5
per cent per annum instead of 7,0 per cent per annum.” 

•  Í lok 1. mgr. 5. gr. (a) „Scheduled Redemption by the Issuer“ skal
   eftirfarandi setning bætast við: 

„Notwithstanding the foregoing, in respect of 10 December 2009, no instalment
shall take place. Further, scheduled instalments on 10 June 2010, 10 December
2010 and 10 June 2011 shall be calculated as if there were 76 semi-annual
instalments instead of 46. The outstanding principal instalments resulting from
these changes shall be paid on the last instalment date, 10 June 2026.” 

Samningaviðræður við aðra lánveitendur félagsins miðar vel og telur félagið að
unnt verði að ljúka viðræðum fyrir áramót með niðurstöðu sem verði hagfelld
félaginu.