Stofnfjáreigendafundur Byrs sparisjóðs verður haldinn föstudaginn 15. janúar nk. kl. 16:00 á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Dagskrá: 1. Setning fundar, kosning fundarstjóra og ritara 2. Umfjöllun um endurskipulagningu sparisjóðsins. 3. Málefni sem tengjast lánveitingum sparisjóðsins til Exeter Holdings ehf. 4. Breytingar á samþykktum sparisjóðsins, sjá fskj. 5. Erindi frá stofnfjáreigendum: a. Eggert Þór Aðalsteinsson: Samtök stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði b. Guðjón Jónsson og Halldór Jónsson: Lán Glitnis banka hf. vegna stofnfjáraukningar 2007 og tapaðar kröfur vegna útlána. c. Björn Þorri Viktorsson; málefni Shelley Oak Plc; umfjöllun um stjórn og stjórnendur Byrs sparisjóðs; viðskipti stjórnarmanna í Byr sparisjóði með stofnfé á árinu 2009; fyrirætlanir vegna Exeter Holdings ehf. og Shelley Oak Plc; sérfræðivinna fyrir Byr sparisjóð og sameiningaviðræður Glitnis banka hf. og Byrs sparisjóð haustið 2008. d. Þórir Ólafsson: Málefni Adminu Iela SIA. e. Sveinn Margeirsson: Stjórnunarhættir í Byr sparisjóði. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir stofnfjáreigendum og umboðsmönnum þeirra á fundarstað og hefst afgreiðsla þeirra kl. 14:30
Stofnfjáreigendafundur föstudaginn 15. janúar 2010 kl. 16:00
| Quelle: Byr sparisjóður