Nýlega óskaði Atli Örn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, eftir að láta af störfum hjá Byr sparisjóði. Samkomulag hefur orðið um að hann láti af störfum hjá sparisjóðnum eftir daginn í dag. Atla Erni eru þökkuð góð störf fyrir Byr. Viðskiptabankasvið Byrs sparisjóðs og S24 verða sameinuð í eina starfseiningu og mun Sæmundur Benediktsson verða framkvæmdastjóri hennar hjá sparisjóðnum en hann hefur verið framkvæmdastjóri S24 síðan 1999.
Atli Örn Jónsson framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Byrs sparisjóðs lætur af störfum
| Quelle: Byr sparisjóður