Bakkavör Group hf. hefur verið veitt heimild til að leita nauðasamnings við kröfuhafa sína í samræmi við fyrri tilkynningu félagsins í dag, 18. janúar 2010, en kröfuhafar sem hafa yfir um 80% af skuldum félagsins að ráða hafa mælt með nauðasamningi. Brynjar Níelsson hefur verið skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins.
Bakkavör Group hf. veitt heimild til að leita nauðasamnings við kröfuhafa
| Quelle: Bakkavör Group hf.