NASDAQ OMX hleypir af stokkunum viðskiptakerfinu INET á öllum sjö mörkuðum sínum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum


Reykjavík, 8. febrúar, 2010 — NASDAQ OMX Group, Inc. (NASDAQ:NDAQ) tilkynnir
innleiðing viðskiptakerfisins INET tókst vel í dag á öllum mörkuðum á
Norðurlöndunum (Kaupmannahöfn, Helsinki, Ísland og Stokkhólm) og á
Eystrasaltsríkjunum (Riga, Tallinn og Vilnius). 

Viðskiptakerfið INET er nú þegar notað á NASDAQ markaðnum í Bandaríkjunum og á
markaðstorginu NASDAQ OMX Europe í London. Frá og með deginum verður
viðskiptakerfið notað á öllum mörkuðum NASDAQ OMX á alþjóðavísu. 

Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland sagði, “Innleiðing INET er
stórviðburður í sögu kauphallarstarfsemi á Norðurlöndunum. Með innleiðingunni
er sama viðskiptakerfi í notkun í öllum kauphöllum NASDAQ OMX. Í þessu felast
gríðarleg tækifæri til framþróunar og sóknar á alþjóðavettvangi. Það er
ómetanlegt fyrir Ísland að vera hluti af þessari þróun í því endurreisnarstarfi
sem í hönd fer.”. 

Anna Ewing, yfirmaður tæknimála hjá NASDAQ OMX sagði, “Þegar við sameinuðumst á
sínum tíma var eitt af okkar aðalmarkmiðum að allar kauphallirnar okkar notuðu
sama viðskiptakerfi og nú getum við sannanlega nýtt okkur þá hagkvæmni sem
stærð okkar býður okkur.  Færsla sjö kauphalla yfir í eitt viðskiptakerfi er
einstakt afrek og við erum hæstánægð með að geta nú boðið þessa leiðandi tækni
á mörkuðum okkar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.” 

INET viðskiptakerfið hjá NASDAQ OMX er skilvirkasta og sveigjanlegasta
viðskiptakerfi sem til er, býður upp á míkrósekúndna hraða, hámarksáreiðanleika
og getu.  INET afkastar einni milljón skilaboða á sekúndu á undir 250
míkrósekúndum að meðaltali sem gerir það að hraðasta kauphallarkerfi í
heiminum. INET er einnig uppistaða GENIUM, vöruframboði NASDAQ OMX í
kauphallartækni. 
 

- # -

Um NASDAQ OMX
NASDAQ OMX Group, Inc. er stærsta kauphallarfyrirtæki heims. Það veitir
viðskipta- og kauphallarþjónustu sem og almenna fyrirtækjaþjónustu í sex
heimsálfum og með yfir 3.700 félög í viðskiptum er það í fararbroddi stærstu
markaða heims. NASDAQ OMX býður félögum um allan heim upp á fjölda
fjármögnunarkosta, þar á meðal U.S. listings market, NASDAQ OMX Nordic, ásamt
First North, og 144A PORTAL Market. Félagið býður upp á viðskipti með fjölda
eignaflokka, svo sem hlutabréf, afleiður, skuldabréf, hrávörur, samsettar vörur
og kauphallarsjóði. NASDAQ OMX upplýsingatækni styður starfsemi rúmlega 70
kauphalla, greiðslustofnana og verðbréfamiðstöðva í yfir 50 löndum. NASDAQ OMX
Nordic og NASDAQ OMX Baltic eru ekki lögaðilar en hugtakið lýsir sameiginlegri
þjónustu Nasdaq OMX kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi,
Íslandi, Tallinn, Ríga og Vilníus. Nánari upplýsingar um NASDAQ OMX er að finna
á slóðinni www.nasdaqomx.com. NASDAQ OMX er á Facebook
(http://www.facebook.com/pages/NASDAQ-OMX/108167527653) og á Twitter
(http://www.twitter.com/nasdaqomx). 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar
eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá
1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar
taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og
þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging
fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem
fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í
staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir
þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en
takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á
svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska
verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að
endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. Engin trygging er
fyrir því að verðbréfaeftirlitið muni veita NASDAQ OMX aðila það vald og leyfi
sem hann kynni að sækja. 


NASDAQ OMX fjölmiðlatengill á Íslandi: 
Kristín Jóhannsdóttir +354 525 2844
kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com


NDAQG

Anhänge

inet launch nordics baltics_2010_0208 ice.pdf