Samkvæmt ársreikningi Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. („Smáralind“) fyrir árið 2008 og tilkynningu félagsins, dags. 7. desember 2009, hefur Smáralind átt í viðræðum við lánveitendur um endurfjármögnun félagsins. Fjárhagslegri endurskipulaginu Smáralind er nú að ljúka með samningum við lánveitendur félagsins um tímabundna frestun á greiðslu afborgana samkvæmt gildandi lánasamningum. Lokið er við skilmálabreytingar á skuldabréfaflokk SMLI 01 1 sem skráður var þ. 27. Desember 2001. Einnig er lokið við skilmálabreytingar á svokölluðu sambankaláni þar sem Frjálsi fjárfestingabankinn hf., Íslandabanki hf., NBI hf.og Byr sparisjóður eru lánveitendur. Verið er að ljúka við skilmálabreytingu á lánasamning þar sem Nordic Investment Bank (NIB) er lánveitandi. Félagið er ánægt með þessa niðurstöðu. Staða félagsins er sterk, tekjur ársins 2009 voru yfir áætlun og fjármagnsskipan þess til næstu ára hentar rekstrinum vel. Í lok síðasta árs varð dótturfélag NBI hf. Reginn ehf. eigandi félagsins. Nýr eigandi hyggst selja félagið í opnu söluferli á fyrripart ársins.
Fjárhagsleg endurskipulagning Eignarhaldfélagsins Smáralindar ehf.
| Quelle: Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf.