VBS fjárfestingarbanki hf. - endurskipulagning


Undanfarna mánuði hefur verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu VBS
fjárfestingarbanka hf. með það að markmiði að hámarka endurheimtur af eignum
bankans og tryggja jafnræði meðal lánardrottna hans. Það er skoðun stjórnar
bankans að hagsmunum lánardrottna og viðskiptavina sé best borgið með
áframhaldandi rekstri bankans og úrvinnslu eigna hans, sem að stærstum hluta
felast í útlánum og fullnustueignum. 

Stjórn bankans hefur í þessu sambandi óskað eftir því við Fjármálaeftirlitið að
skipuð verði bráðabirgðastjórn skv. 100. gr. a. laga um fjármálafyrirtæki nr.
161/2002. Í því felst að núverandi stjórn fer frá og bráðabirgðastjórn tekur
yfir hlutverk stjórnar. 

Stjórn VBS fjárfestingarbanka lítur á skipan bráðabirgðastjórnar sem áfanga í
endurskipulagningu bankans og að í framhaldi verði til arðsamur
fjárfestingarbanki í eigu lánardrottna og annarra fjárfesta.

Anhänge

vbs tilkynning 3. mars 2010.pdf