Afkoma Bakkavör Group á fjórða ársfjórðungi og árinu 2009


MIKILL VIÐSNÚNINGUR Í REKSTRI OG AFKOMU - ENDURFJÁRMÖGNUN LOKIÐ - GÓÐAR HORFUR


•  Mikil aukning EBITDA* hagnaðar, eða 24,6%, en hann nam 27,2 milljörðum króna
   (135,1 m.punda) á árinu 2009 og var 1 milljarði króna (5,1 m.punda) umfram
   markmið félagsins

•  Stórbætt EBITDA* hlutfall á árinu, 8,2% samanborið við 6,7% árið 2008 
   - hækkaði enn frekar á fjórða ársfjórðungi í 8,7%  

•  Verulegur viðsnúningur í afkomu félagsins á árinu sem nemur 28,7 milljörðum
   króna (142,4 m.punda), en tap félagsins á árinu nam 2,4 milljörðum króna 
   (11,8 m.punda) samanborið við 31,1 milljarðs króna tap (154,2 m.punda) 
   árið 2008

•  Frjálst fjárflæði styrktist verulega eða um 20,6 milljarða króna 
   (102,3 m.punda) á árinu og nam 13,8 milljörðum króna (68,3 m.punda)

•  Hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í 2008 og 2009 hafa skilað aukinni 
   arðsemi félagsins - sala á ferskum tilbúnum matvælum félagsins í Bretlandi 
   jókst sérlega mikið eða um 5%

•  Félagið gerir ráð fyrir að EBITDA hagnaður muni nema um 5,8 milljörðum króna 
   (29 m.punda) á fyrsta ársfjórðungi 2010 sem er 53% aukning frá fyrra ári og
   að EBITDA hagnaður muni nema 29,2 milljörðum króna (145  m.punda) 
   á ársgrundvelli 

•  Félagið hefur nú verið endurfjármagnað að fullu

Ágúst Guðmundsson, forstjóri:

Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri og afkomu félagsins eins og uppgjör
ársins 2009 sýnir. Sala hefur aukist verulega á lykilmarkaði félagsins með
fersk tilbúin matvæli í Bretlandi, auk þess sem sjóðstreymi hefur styrkst á ný.
Þær aðgerðir sem félagið hefur ráðist í á síðastliðnum tveimur árum hafa skilað
góðum árangri og erum við bjartsýn á framtíðarhorfur félagsins. 

Þá hefur félagið verið endurfjármagnað að fullu í kjölfar samþykktar
nauðasamnings þess en hann gengur út á framlengingu gjalddaga lána til ársins
2014 og útgáfu nýrra hlutaflokka sem styrkja efnahagsreikning félagsins.
Samningurinn kemur í kjölfar endurfjármögnunar á rekstrarfélögum samstæðunnar
sem gengið var frá snemma á síðasta ári og tryggir fjárhagslegan stöðugleika
félagsins. 


Frekari upplýsingar veita:

Ágúst Guðmundsson, forstjóri
Sími: 550 9700 

Richard Howes, fjármálastjóri
Sími: 550 9700

Ásdís Ýr Pétursdóttir, samskiptasvið
Sími: 550 9715



*EBITDA að undanskildum einskiptiskostnaði vegna hagræðingar
** Sala leiðrétt m.t.t. framleiðslu sem var afsalað vegna hagræðingar

Anhänge

bakk arsreikningur 2009.pdf bakk arsuppgjor 2009.pdf