Uppgjör Össurar - fyrsti ársfjórðungur 2010


                                     Fréttatilkynning frá Össuri hf. nr. 15/2010
                                                       Reykjavík, 27. apríl 2010

GÓÐUR ÁRANGUR Á FYRSTA FJÓRÐUNGI

Sala- Salan á fyrsta ársfjórðungi var góð og jókst um 8%, mælt í staðbundinni
mynt. Salan nam alls 86 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 77 milljónir
dala á fyrsta ársfjórðungi 2009. Góður vöxtur var í sölu á tveimur stærstu
vöruflokkum félagsins. Sala á stoðtækjum jókst um 11% og vöxtur í sölu á spelkum
og stuðningsvörum nam 6%.

Arðsemi -  Össur sýnir áfram góða arðsemi. EBITDA nam 18 milljónum
Bandaríkjadala eða  21% af sölu og framlegðin nam 54 milljónum dala, eða 63% af
sölu. Hagnaður á tímabilinu nam 10 milljónum Bandaríkjadala eða 11% af sölu, sem
er 28% aukning frá fyrsta ársfjórðungi 2009.

Jón Sigurðsson, forstjóri:

"Við erum ánægð með árangur félagsins á fyrsta fjórðungi. Sala á stoðtækjum
gengur áfram vel og staðfestir góðan árangur bionic vörulínunnar. Á fjórðungnum
varð mikil aukning í sölu á spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum og styrkir
það okkur í þeirri trú að við höfum innleitt rétt sölufyrirkomulag  sem mun gera
félaginu kleift að nýta betur markaðstækifæri. Á fjórðungnum voru tólf nýjar
vörur kynntar, en þær eru mikilvægur liður í áframhaldandi vexti."

Helstu áfangar á fyrsta fjórðungi:

  * Góð frammistaða í spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum - Sala á spelkum
    og stuðningsvörum í Bandaríkjunum jókst í takt við vöxt á markaðnum Þessi
    árangur fylgir í kjölfarið á umfangsmiklum breytingum sem voru gerðar á
    sölufyrirkomulagi í Bandaríkjunum. Sala á spelkum og stuðningsvörum hjá EMEA
    dróst saman á fjórðungnum.


  * Frábær frammistaða í stoðtækjum - Sala á stoðtækjum gekk mjög vel á öllum
    mörkuðum.  Framúrskarandi árangur bionic vörulínunnar heldur áfram og nemur
    bionic salan á fjórðungnum 12% af sölu stoðtækja.


  * Nýjar vörur  -  Á fyrsta ársfjórðungi voru tólf nýjar vörur kynntar, sex
    stoðtækjavörur og sex spelkur og stuðningsvörur.  Mikilvægustu vörurnar eru
    Miami J hálskraginn, sem er mikilvæg viðbót í flokk fyrir mænuvörur  og
    Rebound Air Walker sem hefur skapað mikla eftirvæntingu á markaðnum.


Heilbrigðisfrumvarp í Bandaríkjunum -  Á fyrsta ársfjórðungi varð
heilbrigðisfrumvarpið í Bandaríkjunum að lögum. Frumvarpið mun hafa áhrif á
rekstur Össurar í Bandaríkjunum, en hins vegar er óvissa um áhrifin þar sem
vissir þættir frumvarpsins geta enn breyst. Þeir þættir frumvarpsins sem líklega
munu hafa hvað mest áhrif á félagið koma að öllum líkindum ekki til framkvæmda
fyrr en á árunum 2013 og2014.

Áætlun fyrir 2010 - Í kjölfar góðrar afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi hafa
stjórnendur uppfært áður birta áætlun fyrir árið. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir
innri vexti sem nemur 4-6% og innri EBITDA vexti yfir 10%, hvortveggja mælt í
staðbundinni mynt. Fyrri áætlun gerði ráð fyrir 3-4 % innri vexti og 8-10% innri
EBITDA vexti, hvortveggja mælt í staðbundinni mynt.

Símafundur kl. 10:00 þriðjudaginn 27. apríl

Í dag, þriðjudaginn 27. apríl, verður haldinn símafundur fyrir fjárfesta,
hluthafa og aðra markaðsaðila þar sem farið verður yfir niðurstöður 1.
ársfjórðungs 2010. Fundurinn hefst kl 10:00 GMT / 12:00 CET / 6:00 EST. Á
fundinum munu þeir Jón Sigurðsson, forstjóri, og Hjörleifur Pálsson,
fjármálastjóri, kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn fer fram á
ensku og verður hægt að fylgast með honum á netinu á
slóðinniwww.ossur.com/investors <http://www.ossur.com/investors>

Símanúmer til að taka þátt í fundinum eru:
Evrópa: + 44 (0) 207 509 5139
Bandaríkin: +1 718 354 1226
Ísland: 800 9313

Nánari upplýsingar
Jón Sigurðsson, forstjóri                sími: 515-1300

Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri       sími: 515-1300

Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill sími: 664-1044



Vinsamlega athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti
uppgjörsins.Tilkynningu í fullri lengd á ensku er að finna
áwww.ossur.com/investors <http://www.ossur.com/investors>



[HUG#1408462]


Anhänge

Ossur hf Financial Statements Q1 2010.pdf Ossur Q1 2010.pdf Q1 Investor Presentation.pdf