Afkoma HB Granda hf. á fyrri árshelmingi 2010


•  Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrri árshelmingi ársins 2010 voru 60,4 m€, en
   voru 60,8 m€ árið áður 

•  EBITDA var 19,0 m€ (31,5%), en var 12,9 m€ (21,3%) árið áður

•  Tap tímabilsins var 1,4 m€, en árið áður var hagnaður 6,0 m€


Lykiltölur: Sjá viðhengi.

Rekstur fyrstu sex mánaða ársins 2010

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2010 námu 60,4 m€,
samanborið við 60,8 m€ árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA)
var 19,0 m€ eða 31,5% af rekstrartekjum, en var 12,9 m€ eða 21,3% árið áður. 
Hærra EBITDA hlutfall skýrist m.a. af afkomu loðnuvertíðar, sem ekki varð árið
áður.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 12,4 m€, en
jákvæð um 0,3 m€ á sama tíma árið áður.  Meginskýringin liggur í gengistapi upp
á 10,0 m€ vegna veikingar evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum, sem félagið skuldar
í.  Á fyrri helmingi ársins 2009 varð gengishagnaður 3,3 m€.   Áhrif
hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 1,2 m€.  Hagnaður fyrir tekjuskatt var 2,5 m€,
en tap tímabilsins var 1,4 m€.  Tekjuskattur að upphæð 3,9 m€ er reiknaður
samkvæmt framtali í íslenskum krónum, en þar varð gengishagnaður og verður
reiknaður tekjuskattur þess vegna svo hár. 

Efnahagur
Heildareignir félagsins námu 301,0 m€ í lok júní 2010. Þar af voru
fastafjármunir 252,5 m€ og veltufjármunir 48,5 m€.  Eigið fé nam 131,5 m€ og
var eiginfjárhlutfall 44%, en var 46% í lok árs 2009. Heildarskuldir félagsins
voru í júnílok 169,5 m€. 

Sjóðstreymi
Handbært fé frá rekstri nam 6,6 m€ á fyrri helmingi ársins 2010, en 13,0 m€ á
sama tíma fyrra árs.  Fjárfesting í rekstrarfjármunum nam 6,9 m€. 
Fjármögnunarhreyfingar námu 6,6 m€ og voru nettó afborganir langtímalána þar af
5,4 m€.  Handbært fé lækkaði því um 6,8 m€ og var í lok júní 5,2 m€. 

Skipastóll og afli
Skipastóll HB Granda hf. var óbreyttur.

Á fyrri helmingi ársins 2010 var afli skipa félagsins 26 þúsund tonn af
botnfiski og 51 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Anhänge

frettatilkynning.pdf hb grandi arshlutareikn 30 06 10.pdf