Stjórn Landsvaka hf., sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði Landsbanks, hefur staðfest árshlutauppgjör félagsins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2010. Á fyrri hluta ársins annaðist Landsvaki hf. rekstur 22 sjóða um sameiginega fjárfestingu samanborið við 21 sjóð í árslok 2009 en á tímabilinu voru stofnaðir 2 nýir sjóðir og einum sjóði var slitið. Í lok tímabilsins nam heildarstærð sjóða í rekstri Landsvaka 48,2 milljörðum króna. Lykiltölur í þúsundum króna: Sjá viðhengi. • Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur árshlutareikning rekstrarfélagsins og B-hluta sem inniheldur árshlutareikninga verðbréfa- og fjárfestingasjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar voru af Fjármálaeftirlitinu. • Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af KPMG sem telur ekkert benda til þess að reikningurinn gefi ekki glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrstu sex mánuðum ársins 2010, efnahag þess 30. júní 2010 og breytingu á handbæru fé og hreinni eign sjóðanna, í samræmi við lög og settar reikningsskilareglur. Eftir að heildareignir í stýringu minnkuðu verulega í kjölfar falls bankanna í byrjun október 2008 hafa aðstæður breyst til batnaðar. Vextir hafa lækkað, dregið úr verðbólgu og krónan styrkst. Á fyrri hluta ársins 2010 hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa farið niður með tilheyrandi verðhækkun á eignum ríkisskuldabréfasjóða. Raunávöxtun ríkisskuldabréfa hefur einnig verið góð. Tap var á rekstri félagsins á tímabilinu að fjárhæð 75 milljónir króna samkvæmt rekstrarreikningi félagsins og má einkum rekja það til gengisbreytinga. Eigið fé Landsvaka þann 30.6.2010 nam 248 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall félagsins, reiknað samkvæmt ákvæðum 84.gr. laga um fjármálafyrirtæki, nam 50,3%. Nánari upplýsingar um ársreikning Landsvaka hf. veitir Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Landsvaka í síma 410 7406.
Landsvaki - Reikningsskil - Árshlutauppgjör 30.6.2010
| Quelle: Landsvaki