Söluferli Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf.


Þann 22. september voru opnuð tilboð í hlutafé Eignarhaldsfélagsins Smáralindar
ehf. sem verið hefur í opnu söluferli frá því í apríl sl.  Alls bárust tvö
tilboð í félagið og hafa þau verið yfirfarin og metin.  Það er niðurstaða
stjórnar Fasteignafélags Íslands, eiganda hlutafjár félagsins, að hvorugt
tilboðið sé viðunandi og hefur þeim því báðum verið hafnað. 

Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. á og rekur verslunarhúsnæðið Smáralind sem er
í Hagasmára 1 í Kópavogi.  Félagið er í góðum rekstri og hefur sýnt stöðuga
afkomu síðustu misseri, allt bendir því til að félagið muni halda áfram að
styrkjast.  Með hliðsjón af því er það mat stjórnar Fasteignafélags Íslands
ehf. að hag félagsins sé best borgið með því að halda áfram rekstri Smáralindar
undir núverandi eignarhaldi enn um sinn, en að leita jafnframt annarra
sölutækifæra síðar. 

Nánari upplýsingar:
Helgi Marínó Magnússon framkvæmdastjóri 
s. 528-8000