Stjórn Stefnis hf. staðfesti árshlutareikning félagsins fyrir fyrri árshelmings 2011 á stjórnarfundi félagsins þann 30. ágúst 2011.
Helstu atriði úr reikningnum eru sem hér segir:
- Hagnaður Stefnis hf. eftir skatt ár fyrri árshelmingi ársins 2011 nam 311 millj. kr. samanborið við 381 millj. kr. á fyrri árshelmingi 2010. Stefnir hf. er dótturfélag Arion banka hf. og er árshlutareikningur félagsins hluti af samstæðureikningi bankans og dótturfélaga hans.
- Hreinar rekstrartekjur félagsins lækka um 3,57% samanborið við árið áður eða um 27 millj. kr.
- Rekstrargjöld hækka um 15,78% á milli ára eða um 47 millj. kr.
- Eigið fé félagsins í lok tímabils nam 2.025 millj. kr.
- Eiginfjárhlutfall sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 97,7% en samkvæmt lögum má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%. Í lok árs 2010 nam eiginfjárhlutfall Stefnis hf. 108%.
- Arðsemi eigin fjár er 34,4% fyrir fyrri árshelming 2011 samanborið við 42,2% yfir árið 2010.
- Á aðalfundi félagsins 21. mars 2011 var samþykkt að greiða út arð til eigenda félagsins að upphæð 500 millj. kr.
- Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Eignir í virkri stýringu í sjóðum Stefnis voru 299 milljarðar króna 30.6.2011, samanborið við 281 milljarða króna í árslok 2010.
- Fagfjárfestasjóðurinn LFEST1 sem er í rekstri Stefnis hf, gaf út skuldabréf tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2010. Sérstakur ársreikningur er gerður fyrir LFEST1 og er hann birtur sérstaklega í fréttakerfi NASDAQ OMX Iceland hf.
- Árshlutareikningurinn var kannaður af Ernst & Young hf. í samræmi við alþjóðlega staðla um könnun árshlutareikninga.
Hægt er að nálgast árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2011 frá og með deginum í dag á heimasíðu félagsins www.stefnir.com og hjá Stefni hf., Borgartúni 19, Reykjavík.
Nánari upplýsingar um ársreikning Stefnis hf. veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri félagsins, í síma 444 7464 og floki.halldorsson@stefnir.com.